Málþing um aðferðafræði við úthlutun þingsæta 24. nóvember

1 view
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Nov 19, 2025, 7:29:56 AM (5 days ago) Nov 19
to islenskastaerdfraedafelagid
Heil og sæl, 

Málþing um aðferðafræði við úthlutun þingsæta verður haldið mánudaginn 24. nóvember 2025, kl. 14-17 í sal E-103 í Eddu, húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík. Að málþinginu standa stærðfræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans og Hið íslenska bókmenntafélag.
Dagskrá:
  1. Reynir Axelsson setur málþingið og stýrir því.
  2. Þorkell Helgason: „Hvernig reiknast menn á þing.“ Farið verður vítt og breytt yfir efni málþingsins í tilefni af útkomu bókar hans og Jóns Kristins Einarssonar, Kosningafræðarans,sem Bókmenntafélagið hefur nú gefið út. 
  3. Jón Kristinn Einarsson: "Stjórnmál og stærðfræði." Þar verður fjallað um þann fjölda kosningakerfa sem stungið hefur verið upp á til notkunar í Alþingiskosningum í rás tímans.
  4. Friedrich Pukelsheim: „Reform of the Electoral System for the German Bundestag.“ Sagt verður frá því hvernig kosið er og sætum úthlutað til þýska Sambandsþingsins, en það kerfi hefur víða orðið fyrirmynd. Verður flutt á ensku.
  5. Kristján Jónasson: „"Kosningahermininn: Opinn hugbúnaður til þróunar og prófunar á kosningakerfum." Hugbúnaðinum verður lýst og bent á hvernig hann geti komið að góðum notum við þá endurskoðun kosningalaga sem væntanlega er framundan.
  6. Pallborð undir stjórn Benedikts Steinars Magnússonar. Þátttakendur auk frummælenda verða: Eva H. Önnudóttir, próf. í stjórnmálafræði, Helgi Bernódusson, fyrrv. skrifstofustjóri Alþingis og Pawel Bartoszek, alþingisþingmaður og stærðfræðingur.
Stærðfræðistofa býður upp á veitingar. 
Á málþinginu verður unnt að kaupa bókina Kosningafræðarann á afsláttarverði, 6000 kr.


Kveðja,
stjórnin
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages