Kæru félagar,
Í sumar tóku nokkrir duglegir sumarstarfsmenn hjá Raunvísindastofnun HÍ sig til og forrituðu leik í kringum öll dæmin úr forkeppnum stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Heiðurinn af þessu eiga
Hallgrímur Haraldsson, Ívar Armin Derayat og Jökull Ari Haraldsson.
Útkoman er aðgengileg á
https://summan.is, og hvet ég ykkur til þess að búa til aðgang þar og prófa. Dæmunum er skipt í fjóra flokka og 10 erfiðleikastig.
Allar ábendingar um það sem má betur mætti fara og villur má senda á
sum...@summan.is.
Eins ef þið hafið dæmi sem þið viljið bæta við þá eru þau vel þegin.
Við leitum einnig að styrkjum til þess að halda áfram þróun leiksins, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, og þeir sem vilja styrkja framtakið geta annað hvort millifært á 0133-15-011658
kt:
5402720429, eða haft samband netfangið að ofan.
Kær kveðja,
stjórnin