Kæru félagsmenn,
Hér er stutt yfirlit yfir það sem er helst á döfinni í starfi félagsins.
Fyrirlestur 10. september
Þá ræðir Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson um bayesíska nálgun að íþróttatölfræði. Fyrirlesturinn hefst 17:00 og boðið verður upp á kaffi á undan. Staðsetning verður auglýst síðar.
- Titill: Getum við notað tölfræði til að finna hagstæð veðmál í íþróttum?
- Ágrip: Í þessu erindi mun ég fjalla um notkun stigskiptra Bayesískra tölfræðilíkana til að spá fyrir um úrslit komandi leikja í íþróttum eins og handbolta, fótbolta og körfubolta. Getum við notað eftirádreifingu slíkra spáa og smá stærðfræði til að ákveða hvaða veðmál eru hagstæð fyrir okkur?
Stærðfræði á Íslandi
Annað
hvert ár hefur verið haldin ráðstefna undir heitinu Stærðfræði á
Íslandi. Árið 2023 var hún í Reykjaskóla í Hrútafirði og tókst afar vel. Hugmyndin var því að endurtaka leikinn þar og stefnt er að því að hafa næstu ráðstefnu 18-19.
október næstkomandi.
Norræna stærðfræðingaþingið
Undirbúningur er hafinn fyrir þingið sem haldið verður á Akureyri í júní 2027 og mun m.a. heiðra minningu Sigurðar Helgasonar. Búið er að skipa framkvæmdanefnd og vísindanefnd, og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í vinnunni mega gjarnan hafa samband.
Ólympúíuleikarnir í stærðfræði
Dagana 10-20 júlí fór fóru fram Ólympíuleikarnir í stærðfræði í Sunshine Coast, Queensland, Ástralíu.

Lið Íslands skipuðu (frá vinstri til hægri):
- Magnús Thor Holloway - 14 stig, heiðursviðurkenning, getur keppt aftur á næsta ári
- Tómas Friðrik Þorbjörnsson - 4 stig
- Þorsteinn Snæland - 0 stig, er á fyrsta ári
- Valur Einar Georgsson - 6 stig
- Álfrún Haraldsdóttir - 3 stig
- Jóakim Uni Arnaldarson - 5 stig, getur keppt á næsta ári
Orðaskrá
Mathematica Scandinavica
Að lokum langar mig að minna á að félagið stendur að útgáfu tímaritsins Mathematica Scandinavica,
https://www.mscand.dk/, og hvet ég félagsmenn til að skoða þann möguleika að senda vísindagreinar í stærðfræði þangað.
Kveðja
Benedikt Magnússon
formaður