Fyrirlestur hjá Íslenska stærðfræðafélaginu

6 views
Skip to first unread message

Sigurður Örn Stefánsson - HI

unread,
Feb 6, 2023, 3:56:40 PM2/6/23
to islenskastaer...@googlegroups.com
Komið sæl,

Dagur Tómas Ásgeirsson heldur fyrirlesturinn Gagnvirkar tölvusannanir  fimmtudaginn 9. febrúar kl 17.00 í stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga. Húsið opnar 16.30 og boðið verður upp á kaffi og vínarbrauð.

Ágrip: Forritunarmálið Lean er gagnvirkur sannari (e. interactive theorem prover), sem kann núorðið mestalla stærðfræði sem er kennd í BS-námi, og meira til. Útskýrt verður hvað þetta þýðir, og fjallað um það hvernig stærðfræðingar gætu í náinni framtíð notað Lean eða önnur svipuð tól sér til aðstoðar við rannsóknastörf. Ennfremur verður útskýrt með sýnidæmum hvernig hægt er að nota gagnvirka sannara sem hjálpartæki í stærðfræðikennslu.

Kveðja,
Stjórnin

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages