Stærðfræði á Íslandi 2023 - Dagskrá

4 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Oct 5, 2023, 11:56:52 AM10/5/23
to Íslenska stærðfræðafélagið
Kæra félagsfólk,

Við minnum á ráðstefnuna Stærðfræði á Íslandi 2023 á Reykjum í Hrútafirði sem auglýst er á vefsíðunni http://stae.is/isf/event/51664. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt, skráið ykkur þá vinsamlegast fyrir lok sunnudagsins 8. október á  https://forms.gle/kFtHA14kZMP6dMoK9.

Við höfum haft spurnir af því að fyrri tölvupóstur hafi ratað í ruslhólf margra og því hvetjum við ykkur til að hnippa í fólk sem þið þekkið til að vekja athygli á viðburðinum.

Dagskráin verður eftirfarandi

Laugardagurinn 14. október

11:00 - 12:00 Mæting og skráning. Munið að taka með rúmföt og handklæði.
12:00 Hádegisverður
13:10 Ráðstefnan sett
13:20 - 14:00 Ingunn Gunnarsdóttir - Samstem, samstarfsverkefni háskólanna og framhaldsskólanna um STEM.
14:10 - 14:50 Stefanía Andersen Aradóttir - Sameiginleg Lyapunov-föll fyrir línuleg skiptikerfi: Reikningsaðferðir og samanburður tölulegra nálgana
15:00 - 15:30 Kaffi
15:30 - 16:10 Nanna Kristjánsdóttir - Stelpur diffra - sumarnámsbúðir í stærðfræði.
16:20 - 17:00 Felix Steinþórsson - Endurtekin mynstur.
17:00 - 19:00 Frjáls tími. Munið að taka með sundföt.
19:00 Kvöldverður

Sunnudagurinn 15. október

8:00 - 10:00 Morgunverður
10:00 - 10:40 Fyrirlestur - tilkynnt síðar
10:50 - 11:30 Álfheiður Edda Sigurðardóttir - Stærðfræðikeppnir á Íslandi.
11:40 Hádegisverður
12:40 - 13:20 Eyþór Eiríksson - Að byggja upp hugsandi skólastofu í stærðfræðikennslu í framhaldsskólum.
13:20 - 14:00 Freyja Hreinsdóttir - Hornaföll við upphaf háskólanáms.
14:10 - 15:00 Dagur Tómas Ásgeirsson - Gagnvirkar tölvusannanir.
15:00 Kaffi og ráðstefnu slitið

Bestu kveðjur,
Stjórnin
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages